Art Kristín


17.12.2010 00:00

Stjörnubjart

Hafi þið tekið eftir hvað himininn er fallegur þegar það er stjörnubjart.  Hér má sjá eitt af málverkum mínum þar sem ég tekst á við stjörnubjartan himininn.


Stjörnubjartur himinn

16.12.2010 23:14

Smá breytingar

Þið hafið kanski tekið eftir breytingu sem hefur orðið á síðunni minni.  Ef ekki þá langar mig að benda ykkur á helstu breytingarnar.  Í valstikunni efst eru tveir nýjir valmöguleikar:

Vinnustofa:
  Þarna verður hægt að sjá myndir frá vinnustofunni, hvað ég er að vinna við og fleira.


Á vinnustofunni minni

Photos:  Hér verður hægt að sjá ljósmyndir sem ég hef tekið á ferð minni um landið og hafa jafnvel orðið áhrifavaldar í málverkum hjá mér.


Ein af ljósmyndunum mínum.

18.11.2010 21:20

Myndir frá sýningunni í Geysi Bistro

Tvær af myndunum sem voru á sýningunni í Geysi Bistro 29. júlí - 01. október 2010.

08.09.2010 11:47

Sýningin á Geysir Bistro

Eitt af verkunum sem eru á sýningunni á Geysi Bistro sem stendur enn yfir.

29.07.2010 09:30

Sýning í Geysi Bistro

HELSI - FRELSI
CONSTRAINT - FREEDOM


Ég hef sett upp sýningu í Geysi Bistro bar, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík. 
Yfirskrift sýningarinnar er HELSI - FRELSI   /  CONSTRAINT - FREEDOM.
Málverkin eru flest unnin á þessu ári og stendur sýningin yfir til 1. október.



26.06.2010 00:56

Masterclass Workshop 2010, myndir

Við vorum 12 listamenn sem fengum úkraínska málarann Serhy Savchenco til að vinna með okkur masterclass workshop dagana 10.-15. maí 2010.  Nú eru myndir komnar inn í albúm.



02.05.2010 18:16

Helgafell

Helgafell við Hafnarfjörð er heillandi.


Ein af myndunum af Helgafelli sem eru í Gallerí Thors, stærð 45x90 olía á striga

02.05.2010 18:09

Myndir á Landakoti

Á Landspítala Háskólasjúkrahúsi / Landakoti F1, stendur yfir sýningin Ævintýralandið þar sem litrík verk eru í aðalhlutverki.  Myndirnar munu hanga uppi fram á haust.


Tvær myndanna sem hanga uppi á Landspítala Háskólasjúkrahúsi / Landakoti F1

02.05.2010 17:23

Frumkraftar í náttúrunni

Þessar þrjár myndir eru í seríu sem ég hef verið að vinna.  Þarna nota ég liti sem vísa til frumkrafta í náttúrunni - eldur / ís / jörð.


30x60 olía á striga

02.05.2010 17:11

Vorið brýst fram

Hér er smá sýnishorn af myndum sem ég hef verið að vinna að.  Myndirnar kalla ég "VORIÐ BRÝST FRAM" en þarna spretta vorlitirnir fram úr svörtum fletinum.


Mynd tekin á vinnustofunni í Auðbrekku.

29.04.2010 23:02

Sýning hjá ART 11

Við í Art 11 erum að setja upp samsýningu í Borgum, Félagsheimili Kópavogskirkju.  Sýningin opnar miðvikudaginn 05. maí 2010 kl. 20:00-22:00 og verður sýningin uppi eitthvað fram á sumar og opið eftir hentugleika og viðburðum í húsinu.
Á opnunarkvöldinu mun Karlakór Kópavogs syngja lög eftir Sigfús Halldórsson en hann er einmitt heiðursfélagi Kópavogsdaga.

Á Kópavogsdögum 8. og 9. maí kl. 13:00-17:00 munu listamenn ART 11 taka vel á móti gestum.


KRAFTUR - olía á striga, 150x190

28.04.2010 21:48

ENN MEIRI UMBROT

Nú var ég að opna sýninguna ENN MEIRI UMBROT í Geysi Bistro Bar, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík samkvæmt beiðni eiganda.  Þeir vildu gjarnan fá aftur hluta síðustu sýningar.   
Þessi sýning stendur yfir frá 26. apríl til 06. júní 2010 og er viðfangsefnið áfram umbrot og mótun landsins  - passar þokkalega vel við þessa tíma.  Ég verð svo aftur með sýningu í ágúst-september 2010.


Ljósmynd Kristín Tryggvadóttir

04.01.2010 18:16

Sýning í Finnlandi

OPINBER SÝNING Í FINNLANDI

Ég hef þegið boð Tampereborgar í Finnlandi um sýningu verka minna í opinberum sýningarsal / galleríi sumarið 2012.

Tampere er vinabær Kópavogsbæjar og einnig Klakksvík í Færeyjum, sem til stendur að setja upp sýningu á sama tíma en þó í öðru galleríi.

Undirbúningur er í fullum gangi hjá mér, stefnumótun og vinnsla málverka farin í gang og þótt tíminn virðist langur í sýninguna þá held ég að hann líði hratt þegar svo yfirgripsmikið og skemmtilegt verkefni er í gangi en um mjög stórt sýningarrými er að ræða.

Nánar um gang mála síðar.



Um mig

Nafn:

Kristín Tryggvadóttir

Önnur vefsíða:

www.umm.is/listamenn

Tenglar

clockhere
Flettingar í dag: 266
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 154
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 167372
Samtals gestir: 24196
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 23:25:00