Art Kristín


Færslur: 2019 Ágúst

25.08.2019 04:17

Sýning á Menningarnótt

Sýningin á menningarnótt.
Frábær dagur og gaman að hitta ykkur öll sem nutuð hans með mér.  Hér eru nokkrar myndir frá sýningunni.  


Ef smellt er á þessa mynd þá er hægt að skoða fleiri myndir frá sýningunni.


Bakarameistarinn.


Það þarf að mingla við gestina.....

20.08.2019 20:22

Vöfflukaffi á Grettó, menningarnótt
VÖFFLUKAFFI Á GRETTÓ
Kósí stemmning á Grettisgötu 50 þar sem íbúar bjoða gestum og gangandi upp á vöfflur og kaffi á milli kl. 14:0-16:00.  Málverk til sýnis eftir Kristínu Tryggvadóttur og Ingibjörg Hólm Einarsdóttir syngur nokkur lög.  fb/Art Kristin
Íbúðarhúsið er í aðalatriðum óbreytt frá upprunalegri gerð (1905) og bakhúsið hefur sögulegt gildi um þá iðnaðarstarsemi sem fram fór í bakhúsum í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar og hefur húst ýmisskonar atvinnustarfsemi gegnum tíðina; kjötvinnslu, þvottaaðstöðu, frystiklefa, búð, kjö- og fiskmetisgerðin, síðan hófst þar starfsemi Reykhússins sem þekktist undir því nafni á meðan það var starfrækt fram á 7. áratug.  Á þeim hluta hússins sem hýsti reykhúsið voru fjórir skorsteinar og þótti þetta sérlega vandað iðnaðarhús.

Hér er slóð á dagskrá menningarnætur: https://menningarnott.is/dagskra?event=5d5a70a79c07070551c0d914

20.08.2019 19:47

Virðum votlendið

Ég hef undanfarin ár unnið mikið með vatnið í öllum fösum og innsetningu með vatnshringrásina. Ský, frost, leysingar og vatn hefur prýtt fjölda verka minna og er þetta concept ennþá mín helsta sköpunarhvöt. Nú er ég að vinna að verkum sem ég nefni VIRÐUM VOTLENDIÐ og set nokkrar myndir hér frá þeirri vinnu.


Vatn í ýmsum myndum.  Smellið á myndina og sjáið stakar myndir.


20.08.2019 19:00

Art 11, erum fluttar.

Nýja vinnustofan mín í Art11 , Auðbrekku 10 2. hæð Kópavogi. 
Þessi nýja aðstaða sem ég er með gefur mér kost á að vinna með fleiri verk í einu.  Núna er ég að vinna að verkum, Virðum Votlendið.Hluti af aðstöðu minni í nýju vinnustofunni.Virðum votlendið.  Olíuverk í vinnslu á veggjum og borðum....
  • 1


Um mig

Nafn:

Kristín Tryggvadóttir

Önnur vefsíða:

www.umm.is/listamenn

Tenglar

clockhere
Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 576
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 481782
Samtals gestir: 75531
Tölur uppfærðar: 27.10.2021 22:37:05