Art Kristín


29.09.2021 13:17

Boðskort

Verið öll hjartanlega velkomin á opnun sýningar Kristínar Tryggvadóttur laugardaginn 2. október kl. 14 - 17 í Gallerí Göngum, við Háteigskirkju.
Kristín er Kópavogsbúi og rekur vinnustofuna ART 11 í félagi við fleiri listamenn í Auðbrekku 10 Kópavogi. Hún er kennari frá KHÍ, stundaði nám við Handíða og Myndlistaskólann, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Kópavogs ásamt námsferðum til Danmerkur og Ítalíu.

Kristín, sem er félagi í SÍM og Íslenskri grafík, hefur haldið fjölda einka- og samsýningar m.a. í Danmörku, Ítalíu, New York, Svíþjóð, Bretlandi og Finnlandi.
Verk Kristínar á sýningunni spegla áhuga hennar á vídd, fjölbreyttan skilning tungu og tákna með tengingu við hina óendanlegu veröld fjarlægðar og nálægðar.

Veröld nær og fjær er túlkuð allt frá hinu huglæga og ósjáanlega til okkar fótspora.
Jörð, himingeimur, táknmyndir, jafnvægi og fegurð.

Sýningin stendur yfir frá 2. október til 2. nóvember 2021.
Opið er virka daga frá kl 10 - 16, helgaropnanir nánar auglýstar á facebook síðu eða eftir samkomulagi.








Kristín Tryggvadóttir.

20.09.2021 23:47

Vídd - Space

VÍDD - SPACE

 

Sýning Kristínar Tryggvadóttur í Gallerí Göngum, tengibyggingu við Háteigskirkju,                                      verður haldin frá 02. október til 02. nóvember 2021.

 

VÍDD, þar sem fjölbreyttur skilningur tungumáls og tákna spanna óendanlega veröld fjarlægðar og nálægðar.

Veröld nær og fjær er túlkuð í verkum þessarar sýningar um stjarnfræðilegar víddir þessa heims og annars, allt frá hinu ósjáanlega til okkar fótspora.

Jörð, stjörnuþokur, endurtekning táknmynda, jafnvægi og fegurð. 


Sýningin stendur yfir frá 2. október til 2. nóvember 2021.

Opið er virka daga frá kl 10 - 16, helgaropnanir nánar auglýstar á facebook síðu eða eftir samkomulagi.


Verið velkomin á opnun sýningarinnar laugardaginn 02. október frá kl. 14-17.




Myndir frá vinnslu einnar af myndum sem er á sýningunni.

08.12.2020 22:00

List í 365 daga

Hér má sjá þau verk sem ég er með á sýningunni List í 365 daga sem er í gangi núna í Listasafni Reykjanesbæjar.


140x140, blek og akrýl á striga.


130x130, blek og akrýl á striga.

08.12.2020 21:55

List í 365 daga

Ég er þátttakandi í sýningunni LIST Í 365 daga í Listasafni Reykjanesbæjar. Sýningin hófst laugardaginn 05.desember.

29.11.2020 15:52

Andstæður

Annar verka minna á sýningunni Andstæður.


Ég við annað af verkum mínum á sýningunni Andstæður.

29.11.2020 15:41

Andstæður

Yfirstandandi í Listasal Mosfellsbæjar.



Sýningin Andstæður er metnaðarfull og sérstaklega falleg samsýning 47 listamanna í Vatnslitafélagi Íslands í Listasal Mosfellsbæjar.

Opnunartími er auglýstur virka daga frá kl. 12.-18 og opið verið frá kl. 12-18 á laugardögum.  Sýningin stendur til 20. desember 2020.


13.05.2020 17:02

Íslensk Grafík 50 ára, sýning



THE ICELANDIC PRINTMAKERS' ASSOCIATION - Anniversary Exhibition?

16.05.2020 - 09.08.2020

10-17 Lokað á mánudögum


Nánar má lesa um þessa sýningu með því að smella á þessa slóð: https://nordichouse.is/en/event/islensk-grafik-afmaelissyning/?fbclid=IwAR0G9BKSwiaqekCMV9XYUOqduFmLoJ5FphF2Bpmp_riERJp0LmR4p8pTax4

Ég er stolt yfir að vera í hópi þessara 46 sýnenda í Norræna húsinu

13.05.2020 16:55

Líf og fjör

Líf og fjör á verkstæði Íslenskrar grafíkur.  




01.03.2020 00:24

Fréttir af verkstæðinu

Vinnugleði við sólarætingu á verkstæðinu.

03.10.2019 18:43

Korpúlfsstaðir 4.-6. október

Þessi mynd tekur á móti ykkur í bás 23 í Korpúlfsstöðum helgina 4.-6. október.



Hér er unnið að uppsetningu mynda í bás 23.


SÍM býður þér að vera við opnunina kl. 18:00 þann 4. október 2019.

25.08.2019 04:17

Sýning á Menningarnótt

Sýningin á menningarnótt.
Frábær dagur og gaman að hitta ykkur öll sem nutuð hans með mér.  Hér eru nokkrar myndir frá sýningunni.  


Ef smellt er á þessa mynd þá er hægt að skoða fleiri myndir frá sýningunni.


Bakarameistarinn.


Það þarf að mingla við gestina.....

20.08.2019 20:22

Vöfflukaffi á Grettó, menningarnótt




VÖFFLUKAFFI Á GRETTÓ
Kósí stemmning á Grettisgötu 50 þar sem íbúar bjoða gestum og gangandi upp á vöfflur og kaffi á milli kl. 14:0-16:00.  Málverk til sýnis eftir Kristínu Tryggvadóttur og Ingibjörg Hólm Einarsdóttir syngur nokkur lög.  fb/Art Kristin
Íbúðarhúsið er í aðalatriðum óbreytt frá upprunalegri gerð (1905) og bakhúsið hefur sögulegt gildi um þá iðnaðarstarsemi sem fram fór í bakhúsum í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar og hefur húst ýmisskonar atvinnustarfsemi gegnum tíðina; kjötvinnslu, þvottaaðstöðu, frystiklefa, búð, kjö- og fiskmetisgerðin, síðan hófst þar starfsemi Reykhússins sem þekktist undir því nafni á meðan það var starfrækt fram á 7. áratug.  Á þeim hluta hússins sem hýsti reykhúsið voru fjórir skorsteinar og þótti þetta sérlega vandað iðnaðarhús.

Hér er slóð á dagskrá menningarnætur: https://menningarnott.is/dagskra?event=5d5a70a79c07070551c0d914

20.08.2019 19:47

Virðum votlendið

Ég hef undanfarin ár unnið mikið með vatnið í öllum fösum og innsetningu með vatnshringrásina. Ský, frost, leysingar og vatn hefur prýtt fjölda verka minna og er þetta concept ennþá mín helsta sköpunarhvöt. Nú er ég að vinna að verkum sem ég nefni VIRÐUM VOTLENDIÐ og set nokkrar myndir hér frá þeirri vinnu.


Vatn í ýmsum myndum.  Smellið á myndina og sjáið stakar myndir.


20.08.2019 19:00

Art 11, erum fluttar.

Nýja vinnustofan mín í Art11 , Auðbrekku 10 2. hæð Kópavogi. 
Þessi nýja aðstaða sem ég er með gefur mér kost á að vinna með fleiri verk í einu.  Núna er ég að vinna að verkum, Virðum Votlendið.



Hluti af aðstöðu minni í nýju vinnustofunni.



Virðum votlendið.  Olíuverk í vinnslu á veggjum og borðum....


Um mig

Nafn:

Kristín Tryggvadóttir

Önnur vefsíða:

www.umm.is/listamenn

Tenglar

clockhere
Flettingar í dag: 384
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 311
Gestir í gær: 137
Samtals flettingar: 241103
Samtals gestir: 36127
Tölur uppfærðar: 4.12.2024 20:16:50