Art Kristín


Færslur: 2012 Júlí

22.07.2012 19:45

Opin vinnustofa

Dagana 18-23 júní s.l. voru Kristín - Bjarni - Guðlaug - Anna Leif - Þórey og Bjarnveig með opna vinnustofu í fjárhúsum og hlöðu að Leirá í Leirársveit.  Þessir dagar enduðu svo á sýningu í hlöðunnu á Jónsmessunni.

Málverkið sem ég vann í hlöðunni er 200x1000 að stærð, olía á striga og nefni ég það HIMINN OG HAF.


Himinn og haf.  200x1000, olía á striga.

01.07.2012 20:00

Háteigskirkja, sýning

Ég hef opnað sýningu í tengibyggingu við safnaðarheimili Háteigskirkju.  Undirrót allra verkanna er lífskraftur, umbrot og sköpun jarðar.  Verkin eru öll unnin í olíu / akríl á striga undanfarin 6 ár.
Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-17 og stendur yfir til 9. júlí n.k.


Frá sýningunni í Háteigskirkju.


Madonna, 190x150

01.07.2012 19:52

Rannsóknir Grasatríósins

Grasrótin kallar og gerðum við í Grasrótatríóinu prufu og gerðum liti með því að blanda jurtasafa með olíu og eggjahvítum (eggtempera) og skráðum vísindalega.  Grasatríóið skipa: Kristín, Guðlaug og Hrönn. 


Guðlaug og Hrönn pressa safa úr elftingu


Afurðirnar skráðar á vísindalegan hátt.


Skráningarstjóri við litagerð úr jurtum

  • 1


Um mig

Nafn:

Kristín Tryggvadóttir

Önnur vefsíða:

www.umm.is/listamenn

Tenglar

clockhere
Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 154
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 167188
Samtals gestir: 24137
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 07:23:24