VÍDD - SPACE
Sýning
Kristínar Tryggvadóttur í Gallerí Göngum, tengibyggingu við Háteigskirkju, verður
haldin frá 02. október til 02. nóvember 2021.
VÍDD, þar
sem fjölbreyttur skilningur tungumáls og tákna spanna óendanlega veröld fjarlægðar
og nálægðar.
Veröld nær
og fjær er túlkuð í verkum þessarar sýningar um stjarnfræðilegar víddir þessa
heims og annars, allt frá hinu ósjáanlega til okkar fótspora.
Jörð,
stjörnuþokur, endurtekning táknmynda, jafnvægi og fegurð.
Sýningin stendur yfir frá 2. október til 2. nóvember 2021.
Opið er virka daga frá kl 10 - 16, helgaropnanir nánar auglýstar á facebook síðu eða eftir samkomulagi.
Verið
velkomin á opnun sýningarinnar laugardaginn 02. október frá kl. 14-17.
Myndir frá vinnslu einnar af myndum sem er á sýningunni.