Art Kristín


02.07.2009 10:45

Sýningin UMBROT framlengd

Samkvæmt beiðni eiganda Geysi Bistro hef ég samþykkt að sýningin mín, UMBROT, verði framlengd fram til 10. september 2009.  Sýningin verður áfram í Geysi Bistro Bar, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík.


Eitt af verkunum á sýningunni, UMBROT.

30.06.2009 21:39

Mynd í einkaeigu

Hér er ein mynd sem ég málaði 2005.  Myndin er 25x25 sm. að stærð.  Myndin er í einkaeigu.

30.06.2009 21:34

Sýningunni UMBROT

Sýningin mín, UMBROT í Geysi Bistro Bar, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík, hefur verið framlengd að beiðni eiganda Geysi Bistro.  Síðast sýningardagur er 10. september 2009.


Ein af myndunum á sýningunni.

13.05.2009 13:04

Ýmsar myndir

Nú er sýningunni í Turninum lokið og vil ég þakka öllum sem litu þar inn.  Ég er ennþá með sýninguna í Geysi Bistro Bar, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík.

Ég ætla að halda áfram að setja inn myndir hér á síðuna sem sýna hvað ég hef verið að gera.


Við Mývatn

04.05.2009 22:45

Sýningu í Turninum að ljúka

Nú fer hver að verða síðastu að kíkja á sýninguna mína í Turninum í Kópavogi.  Sýningunni lýkur 9. maí.  Hér er ein af myndunum sem var á sýningunni.  Myndin er í einkaeigu.


Lífskraftur 3 - Olía á striga - 110x155.

04.05.2009 22:37

Ýmis verk

Sjá má ýmis verk eftir mig ef farið er inn í myndir/pictures og þar má finna Ýmis verk.  Hér má sjá tvær af þessum myndum.



05.04.2009 11:01

Workshop maí 2008, myndir

Alltaf bætast við myndir frá eldri atburður hér á síðuna mína.  Ég held áfram að bæta úr og setja inn myndir frá eldri sýningum og jafnframt koma inn nýjar sýningar jafn óðum.  Nú eru myndir komnar inn frá Workshop maí 2008



05.04.2009 10:52

UMBROT í Geysi

Ég hef sett upp sýninguna UMBROT í Geysi Bistro Bar, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík.  Sýningin stendur frá 02. apríl - 10. september 2009.


Geysir Bistro Bar, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík


Gestir á Geysi Bistro Bar.  Sjá má nokkrar myndir sýningarinnar Umbrot á veggjunum.


Nokkrar myndir á sýningunni Umbrot.

05.04.2009 10:20

Breyting á sýningu í Turninum

Vegna afhendingar á sölumyndum úr sýningunni í Turninum verða nýjar myndir settar upp miðvikudaginn 08.04. 2009.

19.03.2009 21:20

Víðátta

Ég er að vinna í því að setja inn möppu með ýmsum verkum sem ég hef málað, svona til að sýna fjölbreytnina í verkum mínum.  Ég mun síðan setja inn eina og eina mynd hér á forsíðuna til að halda síðunni ferskri.


Víðátta 95x110, akrýl/olía á striga.

15.02.2009 13:25

Turninn í morgunsól

Frá vinnustofu minni í Melalind 6 hef ég flott sjónarhorn að Turninum.  Hér er ein mynd sem ég tók og sýnir morgunsólina speglast í Turninum.

15.02.2009 13:17

Gallerí THORS

Frá 1. febrúar varð ég ein  tíu listakvenna  sem eiga og reka GALLERÍ THORS  Linnetstíg 2  220 Hafnarfirði.  Ykkur er velkomið að líta inn.




Á þessari mynd sjást nokkrar af mínum myndum þ.e. ljósu myndirnar með steinunum, Úr Námaskarði.

02.01.2009 10:32

Næsta sýning

Sýningin LOSNAR ÚR LÆÐINGI var sett upp á annarri hæð Turnsins í Kópavogi 9. janúar 2009 og stendur hún yfir til 9. maí.



Hér eru tvær myndir frá sýningunni.  Myndirnar voru teknar 11. janúar.




Hægt er að láta fara vel um sig á meðan sýningin er skoðuð.



Um mig

Nafn:

Kristín Tryggvadóttir

Önnur vefsíða:

www.umm.is/listamenn

Tenglar

clockhere
Flettingar í dag: 384
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 311
Gestir í gær: 137
Samtals flettingar: 241103
Samtals gestir: 36127
Tölur uppfærðar: 4.12.2024 20:16:50