Art Kristín


19.09.2012 23:05

HIMINN OG HAF

Eins og fram hefur kkomið tók ég í sumar þátt í opinni vinnustofu í hlöðunni að Leirá í Leirársveit sem lauk með samsýningu á Jónsmessu.  
Ég vann þar 20 fm. - 200x1000 akrýl/olíuverk sem ég hlutaði niður í fimm verk 190x190 hvert og má sjá hér eitt þeirra.


HIMINN OG HAF190x190

22.07.2012 19:45

Opin vinnustofa

Dagana 18-23 júní s.l. voru Kristín - Bjarni - Guðlaug - Anna Leif - Þórey og Bjarnveig með opna vinnustofu í fjárhúsum og hlöðu að Leirá í Leirársveit.  Þessir dagar enduðu svo á sýningu í hlöðunnu á Jónsmessunni.

Málverkið sem ég vann í hlöðunni er 200x1000 að stærð, olía á striga og nefni ég það HIMINN OG HAF.


Himinn og haf.  200x1000, olía á striga.

01.07.2012 20:00

Háteigskirkja, sýning

Ég hef opnað sýningu í tengibyggingu við safnaðarheimili Háteigskirkju.  Undirrót allra verkanna er lífskraftur, umbrot og sköpun jarðar.  Verkin eru öll unnin í olíu / akríl á striga undanfarin 6 ár.
Sýningin er opin alla virka daga kl. 9-17 og stendur yfir til 9. júlí n.k.


Frá sýningunni í Háteigskirkju.


Madonna, 190x150

01.07.2012 19:52

Rannsóknir Grasatríósins

Grasrótin kallar og gerðum við í Grasrótatríóinu prufu og gerðum liti með því að blanda jurtasafa með olíu og eggjahvítum (eggtempera) og skráðum vísindalega.  Grasatríóið skipa: Kristín, Guðlaug og Hrönn. 


Guðlaug og Hrönn pressa safa úr elftingu


Afurðirnar skráðar á vísindalegan hátt.


Skráningarstjóri við litagerð úr jurtum

27.05.2012 13:10

Kópavogsdagar 2012

ART 11 hópurinn var með opna vinnustofu á Kópavogsdögum 2012.  Hér eru nokkrar myndir.


Hvað er þetta?


Tæknin skoðuð nánar.


Abstrakt, hvað er það?

27.05.2012 12:59

Lucca 2012

Hér má sjá hluta þeirra verka sem ég vann í Lucca 2012.


Ítölsk stemming.  Unnið með blandaðri tækni.


Tónleikar.  Unnið með blandaðri tækni.


Turandot.  Unnið með blandaðri tækni.

27.05.2012 12:45

Lucca 2012

Þann 15. mars 2012 fór ég með 6 listakonum til Lucca í tvær vikur.  Þetta er annar hópurinn sem ég fer með á námskeið til Connie Borgen.  Allir höfðu gaman af eins og sjá má á þessum myndum.


Samsýning listamanna í Gallery Baldi.


Mikil vinnugleði


Sýningardagur, fyrir utan Gallery Baldi

12.03.2012 22:55

Lucca á Ítalíu

Haustið 2011 fór ég ásamt 5 listakonum á námskeið til Connie Borgen í Lucca Ítalíu og er glaður hópur eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.


Sexurnar glaðar í Lucca


Skissað úti í garði í Lucca


Málað á veröndinni í Lucca

 
Nú er ég á förum aftur til Lucca á fimmtudaginn kemur þann 15. mars með annan sex manna hóp listamanna og verðum við þar við vinnu á verkstæði næstu 2 vikurnar.
Samsýning okkar verður þann 29. mars  kl. 14-17 í Corso Garibaldi 47 Lucca Toscana Italy.
Gaman væri að sjá á sýningunni Íslendinga sem eru á ferðinni um þessar fögru slóðir.

24.06.2011 00:32

Á trönunum.

Þessa stundina hef ég unnið við taktmikla tónlist og algjört frelsi.  Útkoman hefur ekki látið á sérstanda og hér má sjá verk sem ég hef verið að vinna að.


Olía á striga, 170x170


Olía á striga, 180x180

Fyrir þetta frelsi var ég að vinna við svokölluð blekverk.  Hér má sjá mig við nokkur þeirra.

08.05.2011 01:54

Opin vinnustofa ART11

Eins og fram kom hér áður þá söng Karlakór Kópavogs á vinnustofu ART11 í gær.  Að söng loknum festi kórinn kaup á kóramyndinni.  Hér má sjá nokkra meðlimi kórsins með kóramyndina.  Þess má geta að vinnustofan verður öllum opin aftur í dag, sunnudag 08. maí 2011 frá kl. 13:00-17:00.


Meðlimir Karlakórs Kópavogs með Karlakórinn í fanginu.

05.05.2011 06:42

ART 11, vinnustofan opin

Nú eru Kópavogsdagar að hefjast.  Af því tilefni ætlar ART 11 hópurinn að hafa opna vinnustofuna í Auðbrekku 4 helgina 7.-8. maí frá kl. 13-17.
Karlakór Kópavogs ætlar að syngja á vinnustofunni á laugardeginum kl. 14:30 og borðin munu svigna af dýrlegum ávöxtum og hollustu.


Hollusta


Karlakórinn, nú eign Karlakórs Kópavogs.

06.04.2011 00:24

Vinnustofa

Langar að benda ykkur á liðinn efst á síðunni, Vinnustofa.  Ég hef verið að setja þar inn smá fréttir af vinnustofunni minni og myndir fylgja.


Eitt af þeim verkum sem ég hef verið að vinna við.

23.03.2011 08:15

ART 11, sýning í BORGUM

Við í ART 11 hópnum opnum sýningu í dag, 23. mars 2011 í BORGUM , Safnaðarheimili Kópavogskirkju. 


Bláklædda konan.  Olía á striga, 150x190.

21.02.2011 23:01

Verk á vinnustofu

Hér er enn eitt verkið sem ég er með á vinnustofunni minni.

25.01.2011 20:41

Andlit

Hér má sjá eitt af þeim andlitum sem ég hef málað.



Um mig

Nafn:

Kristín Tryggvadóttir

Önnur vefsíða:

www.umm.is/listamenn

Tenglar

clockhere
Flettingar í dag: 497
Gestir í dag: 176
Flettingar í gær: 311
Gestir í gær: 137
Samtals flettingar: 241216
Samtals gestir: 36188
Tölur uppfærðar: 4.12.2024 20:37:56