Haustið 2011 fór ég ásamt 5 listakonum á námskeið til Connie Borgen í Lucca Ítalíu og er glaður hópur eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Sexurnar glaðar í Lucca
Skissað úti í garði í Lucca
Málað á veröndinni í Lucca
Nú er ég á förum aftur til Lucca á fimmtudaginn
kemur þann 15. mars með annan sex manna hóp listamanna og verðum við þar
við vinnu á verkstæði næstu 2 vikurnar.
Samsýning okkar
verður þann 29. mars kl. 14-17 í Corso Garibaldi 47 Lucca Toscana
Italy.
Gaman væri að sjá á sýningunni Íslendinga sem eru á ferðinni um þessar fögru slóðir.