Verið öll hjartanlega velkomin á opnun sýningar Kristínar Tryggvadóttur laugardaginn 2. október kl. 14 - 17 í Gallerí Göngum, við Háteigskirkju. Kristín er Kópavogsbúi og rekur vinnustofuna ART 11 í félagi við fleiri listamenn í Auðbrekku 10 Kópavogi. Hún er kennari frá KHÍ, stundaði nám við Handíða og Myndlistaskólann, Myndlistaskóla Reykjavíkur og Kópavogs ásamt námsferðum til Danmerkur og Ítalíu.
Kristín, sem er félagi í SÍM og Íslenskri grafík, hefur haldið fjölda einka- og samsýningar m.a. í Danmörku, Ítalíu, New York, Svíþjóð, Bretlandi og Finnlandi. Verk Kristínar á sýningunni spegla áhuga hennar á vídd, fjölbreyttan skilning tungu og tákna með tengingu við hina óendanlegu veröld fjarlægðar og nálægðar.
Veröld nær og fjær er túlkuð allt frá hinu huglæga og ósjáanlega til okkar fótspora. Jörð, himingeimur, táknmyndir, jafnvægi og fegurð.
Sýningin stendur yfir frá 2. október til 2. nóvember 2021. Opið er virka daga frá kl 10 - 16, helgaropnanir nánar auglýstar á facebook síðu eða eftir samkomulagi.